MATREIÐSLUBÓKIN FRÆ
Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.
Grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn, hnetur og fræ spila stórt hlutverk þó að fleiri hráefni komi að sjálfsögðu einnig við sögu, ásamt eftirréttum, ýmist sætum með döðlum eða lífrænum sykri. Plönturíkið nærir, hreinsar, styrkir, byggir upp og ver líkamann á óteljandi vegu. Bókin er fullkomin fyrir þau sem vilja fjölga girnilegum grænmetisréttum á matarborðinu.
Fræ er fyrsta matreiðslubók Örnu Engilbertsdóttur sem byggð er á matarvefnum fræ.com. Fallegar ljósmyndir bókarinnar tók Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og útgefandi er Salka.
Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum, í Kokku, Sölku og á www.salka.is
Eldaðu með okkur jólamatinn í eldhúsinu hjá Sjöfn
Sýnishorn úr matreiðslubókinni Fræ
HÁTÍÐARBORÐIÐ
FERSKT JÓLASALAT Í WALDORF STÍL MEÐ TRÖNUBERJUM, VALHNETUM OG GRASKERSFRÆJUM
FERSKT RÓSKAKÁLSSALAT MEÐ EPLUM, SNJÓBAUNUM OG KASJÚ- OG GRASLAUKSSÓSU
JÓLASALAT MEÐ PUMPKIN SPICE PECAN HNETUM OG ÁSTARALDIN VÍNAGRETTU
king oyster ceviche
SALÖT
QUINOA TABBOULEH MEÐ FERSKUM KRYDDJURTUM
GRILLAÐ SESARSALAT MEÐ HARISSA KJÚKLINGABAUNAKURLI
RAUÐRÓFU- OG APPELSÍNUSALAT MEÐ PIKKLUÐUM RAUÐLAUK
kjúklingabaunabollur í kókos curry
MEÐLÆTI
OFNBAKAÐ RÓSAKÁL OG PERUR MEÐ KALDRI TAMARI STEIKARSÓSU
SALTBÖKUÐ SELJURÓT MEÐ KALDRI ZA’ATAR KASJÚSÓSU
BAKAÐAR RAUÐRÓFUR OG RADÍSUR MEÐ GRASLAUKS VÍNAGRETTU
jackfruit- & mandarínusalat með miso- & tahini dressingu